Veltuvangablogg
08 febrúar 2006
 
Er flutt á heimahannaða www.svandis.is. Kíkið!


22 janúar 2006
 
Vöngum velt
1. Læri og börnin öll. Óskaplega er ég rík.
2. Vissi ekki að Regína Ósk væri díva.
3. Deiglur geta skilað býsna góðum afurðum.
4. Fjórir punktar eru sannanlega betra en ekkert.


05 janúar 2006
 
Láttu vaða!
1. Fundir eru ekki alltaf fyrirsjáanlegir. Og þó...
2. Fundarstjórar eru mikilvægir og geta að auki verið snillingar.
3. Hveragerði er sómastaður.
4. Ekki er vit að borða remúlaði á lasinn maga.
5. Við eigum flottan lista!
6. Betra er að fjölskyldan sé á kostnað vinnunnar en öfugt.
7. Slagorð leynast víða.


 
Upprisan!
Hm, með lengstu bloggpásum sem um getur en... Fjórtán punkta blogg í tilefni af því:
1. Sumt gera Danir betur en Tékkar.
2. Sjónvarpssmink gerir svitaholur að hólum þegar nánar er að gáð.
3. Gott er að skipta um flokk sé slíkt búið að rótast í einhverjum um allnokkra hríð.
4. Nýtt ár er fullt af fyrirheitum eins og ný stílabók í 11 ára bekk.
5. Mugga, grámi og rigning í hádegi er ekki til þess fallin að finnast daginn vera að lengja.
6. Yndislegt er þegar ástin hittir vinkonu og fangar hana með sér í fríðasta garðinn í miðbænum og gefur henni hring.
7. Jól geta verið góð þótt þau séu dálítið þokukennd.
8. Murrandi maður með rautt hár og endalausa hlýju er happ, mjög mikið happ.
9. Sólarhringur hefur enga merkingu þegar sólin er stöðugt hinum megin á hnettinum.
10. Enn á einhver ýlandi flugeld og langar að senda á loft.
11. Súpa í þreyttan jólamaga virðist vera málið.
12. Þegar drukkið er piparmintute er eins og allar syndir í mat og drykk slettist aftur á bak.
13. Er gott að fá listamannalaun fyrir sköpunina?, spurði fréttamaðurinn ungi. Listamaðurinn svaraði: Nei, sköpunin er ennþá flóknari en peningar.
14. Bingir eru þrautseigir á borði og einn orðinn valtur.


05 apríl 2005
 
You Are 35 Years Old
35

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.24 febrúar 2005
 
Las um svona

Sko vitiði hvað?

Ég var búin að blogga fjórtán punkta blogg með barnaleikriti og allt og það hvarf!! Sjittmen! Ég sem trúði aldrei að þetta gæti gerst. En nenni ekki að setja inn allt aftur. Líka stein búin að gleyma því. En hér kemur barnasíteringin frá því fyrr í kvöld.

L: "Ég er alltaf að knúsa þig en þú knýst mig aldrei."


30 janúar 2005
 
Helgarlistinn

1. Mjór er mikils vísir. Ég er mikils vísir. Allavegana hef ég mjókkað síðan um daginn.
2. Gaman er að vatnslita með börnum.
3. Sama krydd getur gengið á kjúlla og lamb ef vel er að gáð.
4. Eggert Þorleifsson er eiginlega kellingalegri en flestar gemlar kellingar þegar hann leikur gamla kellingu. Snilld.
5. Varð af tækifæri til að vera í sjónvarpi að hengja medalíur á sundmenn.
6. Bróðir kemur á óvart en aldrei í opna skjöldu.
7. Afmælisboð er firnagott með fjórum ættliðum samankomnum.
8. Buff er algerlega hrikalega frábær hljómsveit. Er að hugsa um að fá mér svoleiðis.
9. Pétur frændi minn og buffari fær link út af því.
10. Suðurströndin kemur á óvart. Þvílík virkni.
11. Enn er Melabúðin staður til að takast í hendur og átta sig á venslum og tengslum.
12. Handaband segir margt um mann þótt ekki sé margt um manninn.


29 janúar 2005
 
Kemur okkur þetta við?

Nú stendur fyrir dyrum að stjórnmálaflokkur nokkur hyggst kjósa á milli tveggja einstaklinga til að standa í stafni og stýra flokknum. Um er að ræða karl og konu sem bæði hafa verið í forystu flokksins um skeið, hann sem formaður, hún sem varaformaður.

Nú er svo komið að bæði vilja vera aðal. Segja að ágreiningur um málefni sé enginn.

Ég spyr, hverjum kemur þetta við nema flokksmönnum í þessum tiltekna stjórnmálaflokki sem er svo ógæfusamur að allt hans púður mánuðum saman á að fara í þetta meinta smekksatriði?

Það er raunalegt og ámátlegt í senn að flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku skuli nú þegar einkavaðallinn er í hámæli puðra kröftum sínum í sama smekksatriði.

Því miður vill fara svo að hundaþúfupólitík af þessu tagi tekur tíma og dálksentimetra frekar en flóknari mál. Er ekki kominn tími til að við lyftum okkur aðeins upp úr spurningum um það hvort tertan á að vera með kremi eða glassúr? Sammælumst frekar um það að verja samfélagið fyrir hægrimönnum og hinum fylgislausa en valdamikla Framsóknarflokki sem ríkir í þeirra umboði.

Ég hef samúð með umræddum stjórnmálaflokki og vona að forystan geti hið fyrsta farið að snúa sér að pólitík.